Fara í efni

Helstu tölur ársins

Skógræktin er ríkisaðili í A-hluta sem starfar á grundvelli sérlaga. Stofnunin er þekkingar-, þróunar og þjónustustofnun sem vinnur að verndun, friðun og ræktun skóga, græðir upp nýja skóga og veitir ráðgjöf, aflar þekkingur á sviði skógræktar og miðlar henni.

millj.kr
rekstrarniðurstaða
hektarar
gróðursett land
millj.stk.
gróðursett tré
millj.kr.
framlög lögbýli
millj.kr.
rannsóknir

gjöld

Tölur eru í milljónum króna

 

Rekstrarniðurstaða og eigið fé

 


Lykiltölur málaflokka

Málaflokkar 2019 2020 Breyting frá 2019
Heildarkostnaður við rekstur 1.222,5 1.422,5 200
Rekstrarkostnaður 962,5 1.109,5 147
Laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnaður 641,5 684,1 42,6
Sértekjur 291,1 390,5 99,4
Viðskiptastaða við ríkissjóð -14 5,2 19,2
Eigið fé -9,0 -17,6 -8,6
Framlög til skógræktar á lögbýlum 238,4 295 56,6
Framlög til lögbýla Austurlandi 65,5 54,7 -10,8
Framlög til lögbýla Norðurlandi 57,7 91,5 29,6
Framlög til lögbýla Vesturlandi og Vestfjörðum 61,9 91,5 29,6
Framlög til lögbýla Suðurlandi 53,2 57,3 4,1
Framlög til plöntukaupa 108,7 118,4 9,7
Framlög til gróðursetningar 66,6 73,0 6,6
Framlög til girðinga 36,1 62,0 25,9
Framlög til snemmgrisjunar 11,4 24,1 12,7

 

 

Skýringar

Rekstur 2020

Heildarkostnaður við rekstur Skógræktarinnar var 1.413,5 m.kr. árið 2020. Stærstu liðirnir í rekstrinum eru tveir, annars vegar laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnaður og hins vegar framlög og tilfærslur vegna skógræktar á lögbýlum.

Rekstrarniðurstaða

Tap af rekstri ársins var 8,5 m.kr. Í upphafi árs var höfuðstóll stofnunarinnar neikvæður um 9,0 m.kr. og í árslok var hann því neikvæður um 17,5 m.kr. Fjárheimild ársins var 1.005,5 m.kr. og hækkaði um 90,6 m.kr. á milli ára. Munar þar mest um tímabundið framlag atvinnuátaks vegna Covid-19 faraldursins.

Heildarkostnaður við rekstur Skógræktarinnar var 1.422,5 m.kr. árið 2020 og hækkaði um 200,0 m.kr. frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður var 1.109,5 m.kr. og hækkaði um 147,0 m.kr. á milli ára. Framlög til skógræktar á lögbýlum voru 295,0 m.kr. og hækkuðu um 56,6 m.kr. frá árinu á undan. Fjallað er nánar um framlög til skógræktar á lögbýlum hér fyrir neðan. Sértekjur voru 390,5 m.kr. og hækkuðu um 99,4 m.kr.

Viðskiptastaða stofnunarinnar við ríkissjóð var jákvæð um 5,2 m.kr. Viðskiptakröfur hækkuðu um 5,6 m.kr. á milli ára úr 44,3 m.kr. í 49,9 m.kr. Bankainnstæður voru í árslok 3,1 m.kr. Skammtímaskuldir hækkuðu um 6,8 m.kr., úr 25,8 m.kr. í 32,6 m.kr.

 

 

Framlög til skógræktar á lögbýlum

Samkvæmt fjárlögum voru framlög til skógræktar á lögbýlum áætluð 307,0 m.kr. fyrir árið 2020 og hækkuðu um 85 m.kr. milli ára. Heildarframlög árið 2016 voru 253,0 m.kr., 222,8 m.kr. árið 2017, 217,0 m.kr. árið 2018, 238,4 m.kr. árið 2019 og 295 m.kr árið 2020. Frá sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt eru uppsöfnuð framlög ríkisins til skógræktar á lögbýlum 1.203,7 m.kr. en heildarfjárhæð útgreiddra framlaga 1.226,5 m.kr.

Skipting framlaga milli landshluta árið 2020 var eftirfarandi: Austurland 54,7 m.kr. (var 65,5 m.kr árið 2019), Norðurland 91,5 m.kr. (var 57,7 m.kr. árið 2019), Vesturland og Vestfirðir 91,5 m.kr. (var 61,9 m.kr. árið 2019) og Suðurland 57,3 m.kr. (var 53,2 m.kr. árið 2019).

Stærstur hluti framlaga fór til plöntukaupa, 118,4 m.kr. (var 108,7 m.kr. árið 2019), gróðursetningar 73,0 m.kr. (var 66,6 m.kr. árið 2019), girðinga 62,0 m.kr. (var 36,1 m.kr. árið 2019) og snemmgrisjun 24,1 m.kr (var 11,4 m.kr árið 2019).

Gróðursett tré

Þessi tala á við um gróðursetningu á lögbýlum, í þjóðskógum, samstarfsverkefnum sem Skógræktin tekur þátt í og í Hekluskógum. Þetta er því ekki heildarfjöldi gróðursettra trjáplantna á landinu.