- 20 stk.
- 16.11.2022
Mikill fjöldi Íslendinga sótti þjóðskógana heim árið 2021 og er líklega um að ræða mesta fjölda sem heimsótt hefur þjóðskóga á einu ári. Tjaldstæði sér í lagi á Austur- og Norðurlandi voru fullbókuð hluta sumarsins enda eindæma veðurblíða á þeim hluta landsins og lítt spennandi að ferðast til útlanda í COVID-19 faraldrinum. Veðurgæðum var misskipt milli landshluta og var sumarið þurrt og hlýtt á norðan og austanverðu landinu, en að sama skapi blautt á suðvestanverðu landinu. Áhersla á gróðursetningu í lönd Skógræktarinnar jókst enn á árinu í tengslum við samstarfsverkefni við innlenda og erlenda aðila. Var gróðursetning trjáplantna hjá þjóðskógasviði árið 2021 sú mesta sem um getur. Stærstu verkefnin voru á Suður- og Vesturlandi auk nýrra verkefna í öðrum landshlutum. Grisjun var minni en undanfarin ár, en mest var grisjað á Norðurlandi.